Nokia N90 - Birtuskilyrði

background image

Birtuskilyrði

Breytingar á ljósgjafa, birtumagni og áttinni sem ljósið
kemur úr geta gerbreytt ljósmyndum. Hér eru nokkur dæmi
um algeng birtuskilyrði:

Ljósgjafinn er fyrir aftan myndefnið. Forðast skal að

stilla myndefni upp fyrir framan sterkt ljós. Ef
ljósgjafinn er fyrir aftan myndefnið eða sést á skjánum
mun myndin koma til með að hafa mjög veik birtuskil,
verða of dökk auk annarra óæskilegra áhrifa. Einnig má
nota flassið til að lýsa upp dökka bletti. Sjá ‘Flass’,
á bls. 46.

Birtan til hliðar við myndefnið. Sterkt hliðarljós getur

bætt við dramatískum áhrifum en því má ekki ofgera og
þannig valda of miklum birtuskilum.

Ljósgjafinn fyrir framan myndefnið. Sterkt sólarljós

hefur þau áhrif að fólk pírir augun. Ljósið getur einnig
valdið of miklum birtuskilum.

Besta lýsingin er þegar nóg er af dreifðri, mjúkri birtu,

líkt og á björtum og hálfskýjuðum degi eða á sólríkum
degi í skugga trjáa.