Nokia N90 - Myndinnskotum breytt

background image

Myndinnskotum breytt

Hægt er að breyta myndinnskotum í

Gallerí

þegar síminn

er opinn eða stilltur á myndatöku. Sjá ‘Myndir teknar í
myndatökustöðu’, bls. 43 og ‘Gallerí’, bls. 56.

Til að breyta myndinnskotum og búa til sérsniðin innskot
skaltu velja myndinnskot og síðan

Valkostir

>

Breyta

.

Hægt er að búa til sérsniðin myndinnskot með því að
sameina og klippa til myndinnskot og bæta við
hljóðinnskotum, umbreytingu og áhrifum. Umbreyting
felst í sjónrænum áhrifum sem þú getur bætt við í upphafi
og við lok innskotsins eða á milli myndinnskota.

Í myndvinnslunni sjást tvær tímalínur: tímalína
myndinnskotsins og tímalína hljóðinnskotsins. Ef þú bætir
myndum, texta eða umbreytingum við myndinnskot sjást
þessi atriði á tímalínu myndinnskotsins. Til að færast til á
tímalínunum er skrunað til hægri eða vinstri. Til að skipta
á milli tímalína er skrunað upp eða niður.