Nokia N90 - Myndir teknar í myndavélarstillingu

background image

Myndir teknar í myndavélarstillingu

Í myndavélarstillingu er hægt að nota myndavélina meðan
á símtali stendur.

1

Kveikt er á
myndavélarstillingun
ni með því að snúa
myndavélinni þegar
síminn er lokaður. Sjá
‘Myndavél’, á bls. 14.
Takkaborðslæsingin
er tekin af og
myndglugginn birtist
á ytri skjánum.
Hreyfðu stýripinnann til hægri eða vinstri til að súmma
inn eða út.

2

Ýttu myndatökutakkanum niður til hálfs til að festa
fókusinn á myndefnið. Á skjánum birtist grænn
fókusvísir. Hafi fókusinn ekki verið festur birtist rauður

fókusvísir. Slepptu myndatökutakkanum og ýttu honum
aftur niður til hálfs. Hægt er að taka mynd án þess að
fókusinn hafi verið festur.

3

Ýttu myndatökutakkanum alla leið niður til að
taka mynd. Myndin er sjálfkrafa vistuð í galleríinu.
Sjá ‘Gallerí’, á bls. 56.

Haltu myndatökutakkanum niðri til að halda myndinni
á skjánum eftir að hún hefur verið tekin. Slepptu
myndatökutakkanum til að fara til baka í myndgluggann.

Myndavélarvísar sýna eftirfarandi:

• Stillingavísir (1) sýnir

hvaða umhverfisstilling er
virk. Sjá ‘Umhverfi’,
bls. 46.

• Vísar (2) fyrir minni

símans (

) og

minniskortið ( ) sýna
hvar myndir eru vistaðar.

• Myndavísirinn (3) sýnir

áætlaðan fjölda mynda
sem hægt er að vista í minni tækisins eða á minniskorti.
Fjöldinn fer eftir myndgæðunum.

• Græni fókusvísirinn (4) sést þegar fókusinn hefur verið

festur í myndglugganum.

• Vísir fyrir sjálfvirka myndatöku (5) sýnir að kveikt er á

sjálfvirku myndatökunni. Sjá ‘Þú ert með á myndinni—
Sjálfvirk myndataka’, á bls. 45.

background image

Myn

d

avé

l og Galle

49

Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.

• Flassvísirinn (6) sýnir hvort flassið er stillt á

Sjálfvirkt

(

),

Lag. rauð aug.

(

),

Þvingað

(

) eða

Óvirkt

(

). Veldu stillingarnar fyrir flassið með því að hreyfa

stýripinnann upp eða niður. Þú getur séð stillingarnar
fyrir flassið í glugganum sem birtist á skjánum.

• Súmmvísirinn (7) sýnir hversu mikið hefur verið

súmmað. Ýttu stýripinnanum upp og niður til að
súmma inn eða út.

• Stýripinnavísirinn (

) (8) gefur til kynna að hægt sé

að velja

Valkostir

valmyndina. Ýttu á stýripinnann til

að opna valmyndina

Valkostir

.

Til að loka myndavélinni er myndavélinni snúið og
flipanum á símanum lokað. Sjá ‘Lokuð staða’, á bls. 12.