Lokuð staða
Þegar flipanum er lokað er slökkt á
aðalskjánum og kveikt á ljósum ytri
skjásins. Öllum símtölum er slitið, nema ef
kveikt er á hátalaranum eða höfuðtól
tengt. Ef spilarinn er í gangi er ekki slökkt
á honum.
Þegar tækið er lokað eru valkostir ytri
skjásins takmarkaðir. Á biðskjánum kunna
að birtast upplýsingar um sendistyrkinn
og stöðu rafhlöðunnar, skjátákn
símafyrirtækis, tíminn, stöðuvísar og heiti
þess sniðs sem hefur verið valið (ef það er annað en
Almennt
sniðið). Ef verið er að spila tónlist sést
hljóðstyrkurinn ásamt upplýsingum um lagið.
Ef takkaborðið er ekki læst getur þú notað rofann,
stýripinnann og myndatökutakkann (fyrir raddskipanir).
Nokia N9
0 t
æ
kið þitt
13
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Til að velja skipanir á skjánum, líkt og
Sýna
og
Til baka
,
skaltu velja skipunina og ýta svo á stýripinnann.
Einnig sjást hringingar dagbókarinnar og
vekjaraklukkunnar auk tilkynninga um ósvöruð símtöl og
móttekin skilaboð. Þú getur skoðað móttekin textaskilaboð
og texta og myndir margmiðlunarskilaboða á ytri skjánum.
Til að skoða aðrar gerðir skilaboða þarf að opna tækið og
skoða skilaboðin á aðalskjánum.
Þegar hringt er í tækið heyrist hringitónn og tilkynning
birtist á skjánum. Símtali er svarað með því að opna
flipann. Til að svara símtali um hátalarann skaltu velja
Svara
. Ef höfuðtól er tengt við tækið skaltu ýta á svartakka
þess til að svara símtali.
Opnaðu flipann til að hringja eða nota valmyndina.