Gögn og stillingar
Síminn getur tekið við margs konar textaskilaboðum sem
innihalda gögn
(einnig kölluð ljósvakaboð (OTA)).
Skilaboð um samskipan
—Þú getur fengið þjónustunúmer
textaskilaboða, talhólfsnúmer, internetaðgangsstaði,
stillingar innskráningar á aðgangsstaði eða
tölvupóststillingar frá símafyrirtækinu þínu, þjónustuveitu
eða upplýsingadeild fyrirtækis í samstillingarboðum.
Stillingarnar eru vistaðar með því að velja
Valkostir
>
Vista alla
.
Nafnspjald
—Til að vista upplýsingarnar í
Tengiliðir
skaltu
velja
Valkostir
>
Vista nafnspjald
. Vottorð og hljóðskrár
sem fylgja með nafnspjöldum eru ekki vistaðar.
Hringitónn
—Veldu
Valkostir
>
Vista
til að vista
hringitóninn.
Skjátákn símafyrirt.
—Til að birta táknið þegar síminn
er í bið í stað skjátákns símafyrirtækisins skaltu velja
Valkostir
>
Vista
.
Dagbókaratriði
—Til að vista boðið skaltu velja
Valkostir
>
Vista í dagbók
.
Vefskilaboð
—Til að vista bókamerki í bókamerkjunum
þínum í Vef skaltu velja
Valkostir
>
Bæta við bókamerki
.
Veldu
Valkostir
>
Vista alla
til að vista gögn ef skilaboð
innihalda bæði stillingar fyrir aðgangsstaði og bókamerki.
Tilkynning um tölvupóst
—Segir til um fjölda nýrra
tölvupóstskeyta í ytra pósthólfinu. Ítarlegri tilkynning kann
að innihalda nákvæmari upplýsingar.
Ábending! Ef þú færð vCard-skrá með mynd
í viðhengi er myndin vistuð í tengiliðum.