Raddskipanir
Þú getur notað raddskipanir til að stjórna símanum.
Nánari upplýsingar um það hvaða raddskipanir síminn
styður er að finna í ‘Raddstýrð hringing’, á bls. 28.
Til að virkja raddskipanir sem gera þér kleift að ræsa forrit
eða snið verðurðu að opna
Raddskip.
forritið og möppuna
Snið
í því. Styddu á
og veldu
Verkfæri
>
Raddskip.
>
Snið
; síminn býr til raddmerki fyrir forritin og sniðin.
Þá getur þú notað raddskipanir með því að halda inni
myndatökutakkanum og bera fram raddskipunina.
Raddskipunin er nafn forritsins eða sniðsins eins og það
birtist í listanum.
Fleiri forritum er bætt við listann með því að velja
Valkostir
>
Bæta við forriti
. Til að bæta við annarri
raddskipun sem hægt er að nota til að ræsa forritið skaltu
skruna að því, velja
Valkostir
>
Breyta skipun
og slá inn
nýju raddskipunina sem texta. Forðast skal að nota mjög
stutt nöfn og skammstafanir.
Til að breyta stillingum raddskipnuar skaltu opna
Valkostir
>
Stillingar
. Til að slökkva á hljóðgervlinum
sem spilar raddmerki og -skipanir á tungumáli símans
skaltu velja
Hljóðgervill
>
Óvirkt
. Til að núllstilla kennsl
raddforritsins, t.d. þegar skipt er um aðalnotanda símans,
skaltu velja
Fjarl. aðlögun mína
.