Nokia N90 - Sími og SIM

background image

Sími og SIM

Beðið um PIN-númer

—Þegar þessi stilling er virk er beðið

um númerið í hvert skipti sem kveikt er á símanum. Ekki er
víst að öll SIM-kort leyfi að beiðni um PIN-númer sé gerð
óvirk. Sjá ‘Útskýringar á PIN-númerum og númerum fyrir
læsingu’, á bls. 114.

PIN-númer

,

PIN2-númer

og

Númer fyrir læsingu

—Þú

getur breytt númerinu fyrir læsingu auk PIN- og PIN2-
númeranna. Þessi númer geta aðeins innihaldið tölur
frá 0 til 9. Sjá ‘Útskýringar á PIN-númerum og númerum
fyrir læsingu’, á bls. 114.

Forðastu að nota aðgangsnúmer sem líkist
neyðarnúmerum, t.d. 112, til að komast hjá því að hringja
óvart í neyðarnúmer.

Hafðu samband við þjónustuveituna þína ef þú gleymir
einhverjum af þessum númerum.

Sjálfv. læsingartími

—Þú getur valið tíma sem líður

þangað til síminn læsist sjálfkrafa. Þá er aðeins hægt
að opna símann aftur með því að slá inn rétt númer fyrir
læsingu. Sláðu inn tímann í mínútum eða veldu

Enginn

til að óvirkja þennan valkost.

background image

Verkfæri

114

Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.

Síminn er opnaður með því að slá inn númer fyrir læsingu.

Þegar tækið er læst getur samt verið hægt að hringja í
opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.

Ábending! Til að læsa símanum handvirkt skaltu

styðja á

. Listi yfir skipanir opnast. Veldu

Læsa

síma

.

Læsa ef skipt um SIM

—Þú getur látið símann biðja um

númerið fyrir læsingu þegar óþekkt SIM-kort er sett í
símann. Síminn heldur þá saman lista yfir þau SIM-kort
sem hann viðurkennir sem kort eigandans.

Lok. notendahópur

(

)—Þú getur tilgreint hóp fólks

sem þú getur hringt í og sem getur hringt í þig.

Þegar símtöl eru takmörkuð við lokaða notendahópa
getur samt verið hægt að hringja í opinbera
neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.

Staðfesta SIM-þjón.

(

)—Þú getur látið símann birta

staðfestingarboð þegar þú notar þjónustu SIM-korts.

Útskýringar á PIN-númerum og númerum fyrir læsingu

Hafðu samband við þjónustuveituna þína ef þú gleymir
einhverjum af þessum númerum.

PIN-númer—Númerið hindrar að SIM-kortið sé notað í
leyfisleysi. PIN-númerið (4 til 8 tölustafir) fylgir yfirleitt
með SIM-kortinu. Ef PIN-númerið er slegið rangt inn
þrisvar sinnum lokast PIN-númerið og það þarf að opna

það áður en hægt er að nota SIM-kortið aftur.
Sjá upplýsingarnar um PUK-númer í þessum hluta.

UPIN-númer—Númerið kann að fylgja með USIM-kortinu.
USIM-kortið er endurbætt gerð SIM-korts til að nota í
UMTS-farsímum. UPIN-númerið hindrar að USIM-kortið sé
notað í leyfisleysi.

PIN2-númer—Númerið (4 til 8 tölustafir) fylgir sumum
SIM-kortum og er nauðsynlegt til að geta notað suma
valkosti símans.

Númer fyrir læsingu (einnig þekkt sem öryggisnúmer)—
Hægt er að nota þetta númer (5 tölustafir) til að læsa
símanum og þannig hindra að hann sé notaður í leyfisleysi.
Upphaflega númerið fyrir læsingu er 12345. Breyttu
númerinu fyrir læsingu til að koma í veg fyrir óleyfilega
notkun símans. Haltu nýja númerinu leyndu og á öruggum
stað fjarri símanum.

PUK- og PUK2-númer—Þessi númer (8 tölustafir) eru
nauðsynleg til að breyta lokuðu PIN-númeri eða PIN2-
númeri. Ef númerin fylgja ekki með SIM-kortinu skaltu
hafa samband við símafyrirtækið sem lét þig fá SIM-kortið.

UPUK-númer—Þetta númer (8 tölustafir) er nauðsynlegt til
að breyta lokuðu UPIN-númeri. Ef númerið fylgir ekki
USIM-kortinu skaltu hafa samband við símafyrirtækið sem
lét þig fá USIM-kortið.

background image

Verkfæri

115

Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.